26.11.1985
Efri deild: 18. fundur, 108. löggjafarþing.
Sjá dálk 915 í B-deild Alþingistíðinda. (744)

Tilhögun þingfundar

Forseti (Stefán Benediktsson):

Ástæða þess að boðað var til fundar var að forseti hafði í hyggju að reyna að ljúka þeirri umræðu sem hér var hafin um 2. dagskrármálið, en þannig háttar til að þeir aðilar sem að þeirri umræðu standa eru ekki til staðar svo að ekki er hægt að taka þetta mál á dagskrá. Mun ég þá taka út af dagskrá 1.-3. dagskrármálið.