05.12.1985
Sameinað þing: 26. fundur, 108. löggjafarþing.
Sjá dálk 1165 í B-deild Alþingistíðinda. (905)

122. mál, opinn háskóli

Flm. (Ragnar Arnalds):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þingmönnum sem hér hafa tekið til máls fyrir góðar undirtektir þeirra við þetta mál. Af því að ég heyrði að hv. 2. þm. Reykn. Gunnar G. Schram hafði kannske ekki tekið alveg nákvæmlega eftir því sem ég sagði hér í framsöguræðu vildi ég árétta það mjög greinilega og skýrt að það er skoðun mín, alveg eins og það er skoðun hans, að hér eigi ekki að vera um sjálfstæða, sérstaka stofnun að ræða heldur um að ræða starfsemi sem rekin verði á vegum Háskóla Íslands.