10.12.1985
Sameinað þing: 27. fundur, 108. löggjafarþing.
Sjá dálk 1216 í B-deild Alþingistíðinda. (965)

Tilhögun þingfundar

Forseti (Þorv. Garðar Kristjánsson):

Það skal tekið fram að á síðari fundi í dag fer fram utandagskrárumræða um viðskipti Hafskips og Útvegsbankans. Sú umræða verður í upphafi fundarins, væntanlega kl. 3 til 4 eða jafnvel fyrr.

Það skal vakin athygli á því að ef svo vill til verka að við höfum ekki lokið um kvöldmatarleytið því verki sem eðlilegt er að ljúka í dag verður kvöldfundur. Hv. þm. eru beðnir að hafa það í huga.