10.12.1985
Sameinað þing: 27. fundur, 108. löggjafarþing.
Sjá dálk 1219 í B-deild Alþingistíðinda. (973)

Um þingsköp

Forseti (Þorv. Garðar Kristjánsson):

Það skal aðeins ítrekað, sem áður hefur verið tekið fram, að það er ekki sjáanlegt að það sé möguleiki að afgreiða mál á þskj. 225 fyrir n.k. fimmtudag. Það var sagt að það kynni að koma til álita ef það væri samstaða milli þingflokka. Komi það í ljós mun forseti athuga það. En samstaða milli þingflokka hlýtur að þýða að það verður að vera viðbúið að ráðstafa verulegum tíma frá deginum í dag til fimmtudags, þ.e. verulegum tíma morgundagsins. Og er hætt við að allt verði unnið fyrir gýg því að það þarf tvær umræður um till. og nefnd verður að skila áliti.