10.12.1985
Sameinað þing: 27. fundur, 108. löggjafarþing.
Sjá dálk 1222 í B-deild Alþingistíðinda. (979)

157. mál, lánsfjárfyrirheit vegna kaupa á togaranum Má

Skúli Alexandersson:

Herra forseti. Það var út af orðum hæstv. forsrh. um það að eigendur togarans Más á Snæfellsnesi hefðu ekki verið með neitt eigið fjármagn í sambandi við kaup á skipinu. Ég tel að hæstv. forsrh. hafi ekki farið þar með rétt mál. Ég kann ekki að fara með prósentur þar, en ég tel að eigið fjármagn, sem lagt var til þeirra kaupa, hafi verið um 10%. Það hefur a.m.k. verið helmingur þess fjár sem áætlað var að lagt yrði til skipsins eftir þeim reglum sem hæstv. forsrh. var að tala um. Ég taldi nauðsynlegt að þetta kæmi fram í þessari umræðu.