10.12.1985
Sameinað þing: 27. fundur, 108. löggjafarþing.
Sjá dálk 1224 í B-deild Alþingistíðinda. (985)

130. mál, endurnýjun á Sjóla GK

Fyrirspyrjandi (Kjartan Jóhannsson):

Herra forseti. Á þskj. 143 hef ég borið fram fsp. til viðskrh. varðandi endurnýjun á togaranum Sjóla GK, en eins og kunnugt er þá brann það skip í hafi, þannig að nánast ónýtt var.

Fsp. er í tveimur liðum:

„1. Hefur ráðuneytinu borist ósk frá eigendum togarans Sjóla GK um heimild til kaupa á öðru skipi í stað togarans sem gereyðilagðist í bruna?

2. Ef slíkt erindi hefur borist, hefur því verið svarað og þá með hvaða hætti?"