26.11.1986
Efri deild: 15. fundur, 109. löggjafarþing.
Sjá dálk 1174 í B-deild Alþingistíðinda. (1012)

186. mál, Húsnæðisstofnun ríkisins

Egill Jónsson:

Virðulegi forseti. Ég er þakklátur hv. 1. flm. fyrir komu hans í pontuna aftur. Hún staðfestir það, sem blundaði í mínum huga og ég gat ekki áttað mig á á jafnstuttum tíma og skiptir höfuðatriði í sambandi við rökstuðninginn í kringum þetta mál, að það liggur ekkert fyrir um hvert er raungildisverðmæti eigna úti á landi innbyrðis eða hvernig það hefur þróast. Þess vegna var ræða hans líka talnaleg staðfesting á því að misvægið á milli landsbyggðarinnar og höfuðborgarsvæðisins eru gamlar leifar frá óstjórninni sem var þegar Alþb. hafði ráð og völd í landinu.