03.12.1986
Efri deild: 16. fundur, 109. löggjafarþing.
Sjá dálk 1316 í B-deild Alþingistíðinda. (1153)

209. mál, sjómannadagur

Jón Kristjánsson:

Virðulegi forseti. Erindi mitt upp í ræðustól var fyrir það fyrsta að lýsa stuðningi mínum við þetta frv. Ég ætlaði ekki að taka til máls við þessa umræðu, en í sambandi við meðferð málsins í nefndum er ég í þeirri aðstöðu að vera formaður allshn. Ed. og á einnig sæti í sjútvn. Ég mun að sjálfsögðu beita mér fyrir því að sjútvn. fái frv. hv. 5. landsk. þm. til meðferðar og umsagnar og mun beita mér fyrir því að málið fái réttláta og skjóta meðferð eftir því sem ég hef tök á sem formaður í allshn. og sem nefndarmaður í sjútvn.