04.12.1986
Sameinað þing: 25. fundur, 109. löggjafarþing.
Sjá dálk 1351 í B-deild Alþingistíðinda. (1185)

Afstaða til stöðvunar kjarnorkuvígbúnaðar

Haraldur Ólafsson:

Herra forseti. Það er rétt að það komi fram að af hálfu framsóknarmanna í utanrmn. var ekkert gert til að tefja afgreiðslu þeirrar tillögu sem hér er vakið máls á, um þingsköp. Það fannst hreinlega ekki tími til þess að ræða þessa tillögu í þingflokknum svo að hægt væri að taka afstöðu til hennar á þann hátt að þingflokkurinn allur sætti sig við.

Það var óvissa um það hvenær atkvæðagreiðslan í allsherjarþinginu færi fram og þar af leiðandi kom það okkur nokkuð á óvart þegar við fréttum í gærmorgun að hún ætti að fara fram eftir nokkra klukkutíma og það var engin leið að kalla saman þingflokksfund og ganga frá afstöðu flokksins í þessu máli fyrir þann tíma. Hins vegar munum við fulltrúar Framsfl. í utanrmn. skila nál. um téða tillögu.