04.12.1986
Sameinað þing: 25. fundur, 109. löggjafarþing.
Sjá dálk 1357 í B-deild Alþingistíðinda. (1194)

Afstaða til stöðvunar kjarnorkuvígbúnaðar

Utanríkisráðherra (Matthías Á. Mathiesen):

Herra forseti. Ég mótmæli því að um sé að ræða skoðanaofbeldi eða skoðanakúgun. Ríkisstjórnin hefur mótað stefnu í utanríkismálum, hún hefur kynnt hana fyrir Alþingi og mönnum hefur verið hún fullkomlega ljós. Afstaða varðandi þessa atkvæðagreiðslu er óbreytt nú frá því sem hún var í fyrra og ætti ekki að koma neinum þm. á óvart.