09.12.1986
Sameinað þing: 26. fundur, 109. löggjafarþing.
Sjá dálk 1434 í B-deild Alþingistíðinda. (1281)

Fjarvera ráðherra

Svavar Gestsson:

Herra forseti. Ég þakka hæstv. forseta fyrir þær undirtektir sem beiðnir okkar hafa fengið og minni á að fyrirspurnatími er býsna knappur til að fjalla um það viðamikla mál sem hér er á ferðinni og auðvitað full ástæða til að kanna hvort ekki er hægt að láta fara hér fram ítarlega umræðu utan dagskrár um fjármál spítalanna á fimmtudaginn kemur. Mun ég ræða það við forseta og heilbrmrh. áður en næsti fundur verður haldinn í sameinuðu þingi.