09.12.1986
Sameinað þing: 27. fundur, 109. löggjafarþing.
Sjá dálk 1437 í B-deild Alþingistíðinda. (1291)

Fjarvera þingmanna og ráðherra

Hjörleifur Guttormsson:

Herra forseti. Um það sem hér kemur fram, bæði í lok síðasta fundar og á þessum fundi, þarf ekki að hafa mörg orð. Það er dapurleg niðurstaða að ekki skuli vera hægt að ræða hér eitt einasta mál sem á dagskrá er. Það er slæmt að ekki skuli vera hægt að taka á dagskrá mál sem útbýtt var á þessum fundi. Ég er þar flm. að einu máli. og hefði verið reiðubúinn að mæla fyrir því hér og nú ef þingsköp leyfðu það. Það verður að gera gangskör að því að með öðrum hætti sé staðið hér að og er ekki þar við hæstv. forseta að sakast.