21.10.1986
Sameinað þing: 5. fundur, 109. löggjafarþing.
Sjá dálk 205 í B-deild Alþingistíðinda. (136)

30. mál, truflanir í símakerfinu

Fyrirspyrjandi (Hjörleifur Guttormsson):

Herra forseti. Ég þakka hæstv. samgrh. fyrir svör hans við fsp. minni. Ég treysti því að hann a.m.k. leggi áherslu á að þær úrbætur, sem nauðsynlegar eru til að draga úr þeim truflunum sem eru í símakerfinu vegna álags og eru tilefni fsp. , heyri sem fyrst sögunni til því þær eru stórkostlega bagalegar eins og allir þekkja sem þurfa að nota langlínu eitthvað að ráði.

Hæstv. ráðherra nefndi línuskort sem eina af helstu ástæðum fyrir þessu þó að fleira gæti komið til. Ég hef heyrt að það skorti sums staðar ekki á línur heldur á tengibúnað í viðkomandi stöðvum.

Ráðherra nefndi það hér, tók ég eftir, að það hefði verið hætt við að kaupa efni vegna gömlu stöðvanna þegar farið var út í endurnýjun með stafrænu kerfi. Þarna hygg ég að sé stöðvunum alls staðar til að bæta úr þessum ágöllum og hvort ekki sé mögulegt að leysa þessi vandræði áður með því að lappa upp á það sem fyrir er fyrir þá sem lengst eiga í land með að fá úrlausn með nýrri tækni.

Einn þátturinn í þessu máli er eflaust sá að það er farið að vísa mun meira á símann af ýmsum aðilum í þjóðfélaginu. Það eru ýmsir aðilar að auglýsa eftir því að notendur hringi á tilteknum tímum, en það hefur í för með sér aukið álag á símann. Þar á meðal eru nýju útvarpsstöðvarnar, sjónvarp og hljóðvarp, sem ýta á notendur að hringja eftir beiðni án þess kannske ein meginástæðan fyrir því ástandi sem nú ríkir í þessum efnum, að það vanti þennan tengibúnað í gömlu stöðvarnar, fyrir utan að álagið á þær hafi orðið meira en gert var ráð fyrir og þær anni ekki álaginu af þeim sökum. Það væri gott ef þetta er rangt til getið, að ráðherra gæti greint frekar frá því, en ég hygg að þetta sé mál sem þurfi athugunar við og hvort það er forsvaranlegt í rauninni að bíða eftir stafrænu að þær hafi fullnægjandi viðtöku, nægar rásir til þess að það náist við þær samband. Þetta á áreiðanlega sinn þátt í því að truflanir verða meiri en ella. Allt þetta skiptir miklu máli. Jöfnun símgjalda og jöfnun símkostnaðar mun ég ræða sérstaklega þegar kemur að þáltill. minni þar að lútandi og geri það ekki frekar hér að umræðuefni.