21.10.1986
Sameinað þing: 5. fundur, 109. löggjafarþing.
Sjá dálk 207 í B-deild Alþingistíðinda. (140)

35. mál, kjarnorkuverið í Dounreay í Skotlandi

Utanríkisráðherra (Matthías Á. Mathiesen):

Herra forseti. Síðan þessi fsp. var lögð fram á Alþingi hef ég leitað umsagnar um þetta mál hjá Hafrannsóknastofnun, hjá sérfræðingi ríkisstjórnarinnar um kjarnorkumálefni, prófessor Magnúsi Magnússyni, hjá Geislavörnum og hjá Siglingamálastofnun. Það hafa ekki borist til ráðuneytisins þær umsagnir sem var óskað eftir, en um leið og þær hafa til ráðuneytisins komið mun ég láta þingmönnum þær í té og að sjálfsögðu meta málið þegar þær hafa verið yfirfarnar.