15.12.1986
Efri deild: 20. fundur, 109. löggjafarþing.
Sjá dálk 1757 í B-deild Alþingistíðinda. (1528)

87. mál, verkfall flugvirkja og flugvélstjóra hjá Arnarflugi hf.

Skúli Alexandersson:

Virðulegi forseti. Ég kem hér upp sem minni hl. samgn. Hann skipa ég, Kolbrún Jónsdóttir og Karl Steinar Guðnason. Við vorum sammála um að vera á móti þessu frv. og reyndar frv., sem kemur sjálfsagt hér á eftir, um bráðabirgðalög á verkfall skipstjórnarmanna, fyrst og fremst til að mótmæla því að slíkum aðferðum sé beitt í frjálsum samskiptum á milli aðila vinnumarkaðarins.