15.12.1986
Efri deild: 20. fundur, 109. löggjafarþing.
Sjá dálk 1763 í B-deild Alþingistíðinda. (1544)

227. mál, réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins

Fjármálaráðherra (Þorsteinn Pálsson):

Frú forseti. Ég mæli fyrir frv. til laga um breytingu á lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Þetta frv. tengist frv. um breytingar á lögum um samningsrétt opinberra starfsmanna og efnisákvæði þess eru beint tengd þeim breytingum sem þar er gerð tillaga um og þess vegna nauðsynlegt að frv. fái afgreiðslu í tengslum við það frv.

Ég sé ekki ástæðu til þess að fara yfir einstök ákvæði í frv. Það skýrir sig að öðru leyti sjálft. Ég legg til að því verði að lokinni þessari umræðu vísað til 2. umr. og hv. fjh.- og viðskn.