21.10.1986
Sameinað þing: 5. fundur, 109. löggjafarþing.
Sjá dálk 212 í B-deild Alþingistíðinda. (155)

37. mál, rannsóknarlektor í sagnfræði

Menntamálaráðherra (Sverrir Hermannsson):

Herra forseti. Svar við fyrri lið: Forsenda þeirrar ráðstöfunar sem hér um ræðir var sú að fyrir nokkrum árum var stofnað til stöðu rannsóknarlektors í sagnfræði við heimspekideild Háskóla Íslands. Staðan lagðist hins vegar niður þegar fræðimaður sá er gegndi henni tók við prófessorsembætti. Með setningu rannsóknarlektors nú er þráðurinn tekinn upp að nýju.

Svar við síðari lið: Starfinu er að svo stöddu einungis ráðstafað til 31/2 mánaðar, þ.e. tímabilið 15. sept. til 31. des. 1986. Við ákvörðun um setningu var tekið fram að yrði fé veitt til stöðu rannsóknarlektors í fjárlögum 1987 mundi menntmrn. beita sér fyrir því að starfið yrði auglýst laust til umsóknar frá byrjun þess árs.