16.12.1986
Sameinað þing: 32. fundur, 109. löggjafarþing.
Sjá dálk 1810 í B-deild Alþingistíðinda. (1609)

220. mál, sjálfvirkur sleppibúnaður björgunarbáta

Fyrirspyrjandi (Árni Johnsen):

Herra forseti. Ég ber fram fsp. til samgrh. um sjálfvirkan sleppibúnað björgunarbáta. Spurningin er:

„Hvað líður úttekt á sjálfvirkum sleppibúnaði björgunarbáta sem öryggismálanefnd sjómanna lagði til á s.l. ári að yrði gerð, ætlað var að unnin yrði af tæknideild Fiskifélags Íslands og fjármagn hafði verið tryggt til?"