17.12.1986
Efri deild: 22. fundur, 109. löggjafarþing.
Sjá dálk 1821 í B-deild Alþingistíðinda. (1630)

253. mál, heilbrigðisþjónusta

Frsm. hellbr.- og trn. (Davíð Aðalsteinsson):

Hæstv. forseti. Heilbr.- og trn. hefur fjallað um þetta mál. Hér er um að ræða frestun á gildistöku heilbrigðisþjónustulaganna að því er varðar Reykjavíkurlæknishérað og Garðabæ. Eins og kunnugt er hafa Kópavogur og Hafnarfjörður ákveðið að setja á fót heilsugæslukerfi samkvæmt heilbrigðisþjónustulögunum.

Ég sé ekki ástæðu til þess að fara fleiri orðum um þetta frv. , en ég tek fram að hv. nm. í heilbr.- og trn. rita undir nál. Að vísu ritar hv. þm. Helgi Seljan undir með fyrirvara.