21.10.1986
Sameinað þing: 5. fundur, 109. löggjafarþing.
Sjá dálk 217 í B-deild Alþingistíðinda. (164)

41. mál, orlofsdeild Póstgíróstofu

Félagsmálaráðherra (Alexander Stefánsson):

Herra forseti. Vegna ítrekaðrar fyrirspurnar hv. fyrirspyrjanda vil ég aðeins ítreka það, því að ég held að hann hafi þetta bréf undir höndum, að ég lagði áherslu á að fá afstöðu nefndarinnar til málsins svo að hægt væri að taka endanlega ákvörðun um hvort þessir aðilar vinnumarkaðarins vilja breyta kerfinu eða ekki. (KP: Fylgdi engin yfirlýsing?) Það er yfirlýsing um að við þurfum að fá þetta álit. Og ég vænti þess að það komi fram fyrst hv. fyrirspyrjandi er einn af þeim sem eru í þessari nefnd.