17.12.1986
Efri deild: 23. fundur, 109. löggjafarþing.
Sjá dálk 1826 í B-deild Alþingistíðinda. (1652)

92. mál, Landhelgisgæsla Íslands

Frsm. allshn. (Jón Kristjánsson):

Virðulegi forseti. Ég mæli fyrir áliti allshn. um frv. til laga um breytingu á lögum um Landhelgisgæslu Íslands. Frv. þetta hefur verið til umfjöllunar í Nd. og var samþykkt þar samhljóða. Það felur í sér þá breytingu að samræma ákvæði laga um Landhelgisgæslu að mestu almennum reglum um skiptingu björgunarlauna.

Nefndin ræddi frv. og kallaði Gunnar Bergsteinsson, forstjóra Landhelgisgæslunnar, til viðræðu. Nefndin telur hér um gott mál og þarft að ræða, sem nauðsynlegt er að koma í höfn; og leggur til að frv. verði samþykkt óbreytt.