17.12.1986
Efri deild: 23. fundur, 109. löggjafarþing.
Sjá dálk 1834 í B-deild Alþingistíðinda. (1676)

233. mál, tekjustofnar sveitarfélaga

Skúli Alexandersson:

Virðulegi forseti. Ég þakka hæstv. ráðh. svör hans og vitaskuld munum við ekki sjá eftir þeim tíma sem fer í að undirbúa frv. og vonandi að það verði betur búið á þann veg að það styrki stöðu sveitarfélaganna meira en ella þótt nokkuð dragist að það komi fram. Við væntum þess að við fáum að sjá það frv. í tæka tíð eftir að við komum hér saman aftur eftir jólafrí, að frv. að nýjum tekjustofnalögum fyrir sveitarfélögin verði samþykkt á þessu þingi.