17.12.1986
Neðri deild: 23. fundur, 109. löggjafarþing.
Sjá dálk 1887 í B-deild Alþingistíðinda. (1732)

158. mál, tekjuskattur og eignarskattur

Svavar Gestsson:

Herra forseti. Ég mótmæli þeim málflutningi sem hefur verið hafður uppi í greinargerðum af hv. 2. þm. Norðurl. e. og hæstv. fjmrh. og endurtek að um er að ræða ákvæði sem mundi skipta mjög verulegu máli fyrir skattyfirvöld skv. viðtölum sem ég hef átt við þau og fulltrúa þeirra og embættismenn í fjmrn. Það er hins vegar ekki nýlunda að stjórnarliðið nú hafni góðum tillögum frá stjórnarandstöðunni á þeim forsendum að slík atriði séu í raun og veru hvort eð er inni í lögum þannig að þó svo að fjmrh. hafni tillögunni styður hann hana. Þessi sérkennilega afstaða hefur komið fram enn þá einu sinni, herra forseti