17.12.1986
Neðri deild: 23. fundur, 109. löggjafarþing.
Sjá dálk 1887 í B-deild Alþingistíðinda. (1733)

158. mál, tekjuskattur og eignarskattur

Halldór Blöndal:

Herra forseti. Það er undarlegt þegar því er haldið fram hér á Alþingi að embættismenn ríkisins vinni viljandi með þeim hætti að þeir láti það líðast að persónuleg eyðsla manna komi til rekstrarfrádráttar frá fyrirtækjum og dragist frá skattskyldum tekjum. Það er jafnframt undarlegt ef það er rétt sem hv. þm. segir að skattstjórar láti það undir höfuð leggjast og viðurkenni að þeir viðurkenni hjá fyrirtækjum taumlausa risnu án þess að það sé í þágu viðkomandi fyrirtækis og hafi þar með uppi skattsvik með eigendum viðkomandi fyrirtækja. Þetta er alvarlegur áburður á þessa embættismenn og ég bið formann fjh.- og viðskn. að skrifa ríkisskattstjóra bréf þannig að úr því fáist skorið hvort skattstjórar landsins vinni með þessum hætti og við þurfum ekki að deila um það mál undir dagskrárliðnum fundarsköp hér í hv. Nd.