17.12.1986
Neðri deild: 23. fundur, 109. löggjafarþing.
Sjá dálk 1893 í B-deild Alþingistíðinda. (1750)

88. mál, álagning tímabundinna skatta og gjalda 1987

Fjármálaráðherra (Þorsteinn Pálsson):

Herra forseti. Ég mæli fyrir frv. til l. um framhald álagningar og innheimtu ýmissa tímabundinna skatta og gjalda á árinu 1987. Eins og fram hefur komið í frv. til fjárlaga og athugasemdum með því miðast forsendur þess við innheimtu ýmissa tímabundinna skatta og gjalda og að þeirri innheimtu verði fram haldið á næsta ári með sama hætti og verið hefur undanfarin ár. Hér er um að ræða skatt á verslunar- og skrifstofuhúsnæði, húsnæðisgjald, sérstakt tímabundið vörugjald og jöfnunarálag á innflutt hús. Frv. um þessi efni hafa verið flutt á hverju ári og kveðið á um tímabundið gildi þeirra um eitt ár í senn.

Málið hefur þegar fengið afgreiðslu í Ed. og er í órjúfanlegu samhengi við afgreiðslu fjárlaga og hefur verið, eins og fram hefur komið, afgreitt á hverju þingi. Hér er ekki um að ræða efnislegar breytingar frá því sem gilt hefur um þessi efni á undanförnum árum.

Ég legg því til, herra forseti, að frv. verði að lokinni þessari umræðu vísað til 2. umr. og hv. fjh.og viðskn.