17.12.1986
Neðri deild: 23. fundur, 109. löggjafarþing.
Sjá dálk 1895 í B-deild Alþingistíðinda. (1754)

88. mál, álagning tímabundinna skatta og gjalda 1987

Fjármálaráðherra (Þorsteinn Pálsson):

Herra forseti. Það er rangt, sem fram kemur af hálfu hv. 3. þm. Reykv., að ríkisstjórnin hafi einhliða sagt upp samkomulagi. Það var gert Samkomulag um tímabundna fjáröflun í þessu skyni. Það samkomulag gilti um fjáröflun út þetta ár og ég get ekki ætlast til þess að stjórnarandstaðan sé bundin við það samkomulag lengur en um var samið í upphafi. Fjáröflunin gilti til loka þessa árs sem um var samið. Það eina sem fólst í mínum orðum var að ég gæti ekki ætlast til þess að stjórnarandstaðan væri bundin lengur en um var samið. Það er ekki rétt að hér sé um einhliða uppsögn að ræða. Hér er einungis um að ræða þá staðreynd að við sömdum ekki um að standa saman að fjáröfluninni til lengri tíma. Áframhald þessarar fjáröflunar er því á ábyrgð ríkisstjórnarinnar, en auðvitað fögnuðum við því ef þm. stjórnarandstöðunnar væru reiðubúnir til að standa að þessari fjáröflun áfram.