17.12.1986
Neðri deild: 24. fundur, 109. löggjafarþing.
Sjá dálk 1906 í B-deild Alþingistíðinda. (1767)

259. mál, listamannalaun

Frsm. menntmn. (Halldór Blöndal):

Herra forseti. Frv. þetta er tvíþætt. Annars vegar felur það í sér að flokkur listamannalauna skuli einungis vera einn í stað þess að þeir eru tveir nú og er það gert í samræmi við samþykkt úthlutunarnefndar listamannalauna, sbr. bréf sem formaður nefndarinnar, Bolli Gústafsson sóknarprestur í Laufási og rithöfundur, skrifaði skrifstofu forseta Sþ. 30. okt. s.l. Hins vegar er lagt til í frv. að listamannalaun skv. lögum þessum rýri ekki rétt aldraðra listamanna til tekjutryggingar almannatrygginga sem ég tel að sé réttlætismál.

Um þetta er samkomulag milli stjórnmálaflokka. Þar sem frv. þetta er flutt af menntmn. sé ég ekki ástæðu til þess að málinu sé vísað til nefndar og legg til að því sé vísað til 2. umr.

Frv. vísað til 2. umr.