18.12.1986
Efri deild: 25. fundur, 109. löggjafarþing.
Sjá dálk 1971 í B-deild Alþingistíðinda. (1842)

233. mál, tekjustofnar sveitarfélaga

Frsm. félmn. (Davíð Aðalsteinsson):

Hæstvirtur forseti. Ég mæli hér fyrir nál. félmn. um frv. til laga um tekjustofna sveitarfélaga. Hér er í raun um að ræða framreikning á frádráttarliðum. Í fyrsta lagi vegna fasts frádráttar, í öðru lagi vegna frádráttar vegna barna og í þriðja lagi þegar um er að ræða að fella niður útsvar sem nemur lægri fjárhæð en hér stendur í þriðja lið. Það var flutt brtt. við þetta frv. í Nd.brtt. var flutt einfaldlega vegna þess að tekjubreytingar á milli áranna 1985 og 1986 urðu aðrar en fyrr hafði verið spáð, eða 35% í stað 31%.

Félmn. leggur eindregið til að þetta frv. verði samþykkt eins og það var afgreitt frá Nd.