18.12.1986
Efri deild: 26. fundur, 109. löggjafarþing.
Sjá dálk 1974 í B-deild Alþingistíðinda. (1852)

Afgreiðsla mála í efri deild

Forseti (Salome Þorkelsdóttir):

Þá er málið væntanlega upplýst að því leyti að það verður boðað til fundar með formönnum þingflokka og forsetum til að ræða þessi mál. En það er kannske rétt að minna á það að htið hefur verið um fundarstörf í þessari hv. deild í dag. Það var stuttur fundur og tíminn hefur þess vegna verið notaður fyrir nefndarstörf og var auðvitað slæmt að ekki var hægt að nýta hann betur. Þess vegna taldi forseti að menn væru yfirleitt sammála um að þetta mundi þróast í kvöldfund af þeim sökum. Væntanlega munu þessi mál þá skýrast. Þessum fundi verður þá frestað núna, ekki til kl. 20.30 heldur aðeins um skamman tíma á meðan fundur formanna þingflokka og forseta stendur yfir.