18.12.1986
Neðri deild: 27. fundur, 109. löggjafarþing.
Sjá dálk 1981 í B-deild Alþingistíðinda. (1867)

211. mál, kjarasamningar opinberra starfsmanna

Frsm. fjh.- og viðskn. (Páll Pétursson):

Herra forseti. Þetta mál hefur verið til meðferðar hér í deildinni, en því var breytt í Ed. til samræmis við lagafrv. sem þá var búið að samþykkja hér í Nd., þ.e. lög um fangaverði. Þeir voru teknir með þeim stéttum sem ekki mega fara í verkfall. Þetta er einungis til samræmis. Ákveðið var með þeim lögum að þeir fylgdu lögreglumönnum. Þess vegna þarf þetta mál að koma hér fyrir.

Ég sé ekki ástæðu til þess að kalla nefndina saman. Það er sjálfsagt leiðréttingaratriði sem hér er um að ræða og ég mæli með því að frv. um kjarasamninga verði samþykkt svo sem það liggur hér fyrir eftir 3. umr. í Ed.