18.12.1986
Neðri deild: 28. fundur, 109. löggjafarþing.
Sjá dálk 1985 í B-deild Alþingistíðinda. (1892)

229. mál, frádráttur vegna fjárfestingar í atvinnurekstri

Frsm. 1. minni hl. fjh.- og viðskn. (Svavar Gestsson):

Herra forseti. Í samræmi við þær till. sem ég flutti við skattalögin og afgreiddar voru í gær legg ég til að þessu frv. verði hafnað þar sem ekki sé skynsamlegt að auka fjárfestingu með þeim hætti sem frv. gerir ráð fyrir og ríkissjóði veiti ekki af þeim tekjum sem niðurfelling heimildarinnar hefði í för með sér.