18.12.1986
Neðri deild: 28. fundur, 109. löggjafarþing.
Sjá dálk 1997 í B-deild Alþingistíðinda. (1921)

254. mál, málefni aldraðra

Frsm. heilbr.- og trn. (Friðrik Sophusson):

Herra forseti. Ég mæli fyrir nál. heilbr.- og trn. um 254. mál þingsins sem fjallar um breytingu á lögum um málefni aldraðra með síðari breytingum. Hér er um það að ræða að hækka gjald í Framkvæmdasjóð aldraðra úr 1000 kr. í 1500 kr.

Þetta frv. tók breytingum í Ed.brtt., sem þar var gerð og samþykkt, kom til af því að áætlaðar tekjubreytingar á milli ára reyndust ekki vera 31% heldur 35%. Það kemur fram í frv. til fjárlaga hve há þessi upphæð kemur til með að verða, þ.e. 115 millj. kr.

Hv. heilbr.- og trn. varð sammála um afgreiðslu málsins og leggur til að frv. verði samþykkt eins og það kom frá Ed. Undir þetta rita auk frsm. hv. þm. Guðmundur Bjarnason Guðrún Helgadóttir, Jóhanna Sigurðardóttir, Ólafur G. Einarsson, Ólafur Þ. Þórðarson og Guðmundur H. Garðarsson.