18.12.1986
Neðri deild: 28. fundur, 109. löggjafarþing.
Sjá dálk 1998 í B-deild Alþingistíðinda. (1927)

253. mál, heilbrigðisþjónusta

Frsm. heilbr.- og trn. (Ólafur G. Einarsson):

Herra forseti. Ég mæli fyrir nál. heilbr.- og trn. um frv. til I. um breytingu á lögum nr. 108/1985, um breytingu á lögum nr. 59/1983, um heilbrigðisþjónustu. Hliðstæð frv. hafa verið til meðferðar á Alþingi undanfarin tvö ár þar sem farið hefur verið fram á framlengingu í eitt ár í senn á fresti þeim sem lögin áskilja vegna kerfis heilsugæslu í Reykjavíkurlæknishéraði og heilsugæsluumdæmunum í Garðabæ, Kópavogi og Hafnarfirði. Nú er hins vegar farið fram á að þessi framlenging verði veitt til ársloka 1987, en aðeins fyrir Reykjavíkurlæknishérað og heilsugæsluumdæmið í Garðabæ.

Eins og segir í nál. hefur nefndin athugað frv. og leggur til að það verði samþykkt óbreytt, en frv. hefur áður verið samþykkt í hv. Ed.