18.12.1986
Neðri deild: 28. fundur, 109. löggjafarþing.
Sjá dálk 1999 í B-deild Alþingistíðinda. (1931)

251. mál, almannatryggingar

Frsm. heilbr.- og trn. (Friðrik Sophusson):

Herra forseti. Ég mæli fyrir nál. hv. heilbr.- og trn. sem fjallað hefur um þetta mál og leggur til að frv. verði samþykkt eins og það kom frá Ed. Undir nál. rita auk mín hv. þm. Guðmundur Bjarnason, Guðrún Helgadóttir, Jóhanna Sigurðardóttir, Ólafur G. Einarsson, Ólafur Þ. Þórðarson og Guðmundur H. Garðarsson.

Það var ein breyting gerð í Ed., sams konar breyting og við önnur frv. sem nú eru til afgreiðslu af sama tilefni, og það er sú breyting sem leiðir af því að tekjur breytast á milli ára um 35% en ekki 31% sem þýðir að talan í 3. tölul. 1. gr. í frv. breytist með tilliti til þessa.

Eins og ég hef sagt áður mælir nefndin með því samhljóða að frv. verði samþykkt eins og það kom frá Ed.