19.12.1986
Sameinað þing: 35. fundur, 109. löggjafarþing.
Sjá dálk 2009 í B-deild Alþingistíðinda. (1963)

270. mál, frestun á fundum Alþingis

Forsætisráðherra (Steingrímur Hermannsson):

Herra forseti. Á þskj. 406 legg ég til að Alþingi verði frestað 19. des. eða síðar ef henta þykir, enda verði Alþingi kvatt saman á ný eigi síðar en 19. jan. n.k. Þetta er í samræmi við þær upplýsingar sem ég gaf við fsp. hér á hinu háa Alþingi. Ég tek það fram að ég hef rætt þennan samkomudag Alþingis við formenn þingflokka og sýnist mér vera samstaða þar um. Ég sé því ekki ástæðu til að leggja til að till. fari til nefndar, en geri að tillögu minni að henni verði vísað til 2. umr.