22.10.1986
Neðri deild: 5. fundur, 109. löggjafarþing.
Sjá dálk 252 í B-deild Alþingistíðinda. (199)

27. mál, lífeyrisréttindi heimavinnandi húsmæðra

Forseti (Ingvar Gíslason):

Eins og forseti hafði reyndar rekið augun í og hv. 3. þm. Reykv. benti réttilega á er fyrirsögn frv. ekki að öllu leyti í samræmi við venjur. Hér hefði að sjálfsögðu samkvæmt venjulegu formi átt að standa: Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 55 frá 9. júní 1980 o.s.frv. En við því er ekkert að segja. Ég mun því bera upp þá tillögu, sem hv. flm. hefur uppi, að þessu máli verði vísað til félmn.