20.12.1986
Efri deild: 28. fundur, 109. löggjafarþing.
Sjá dálk 2168 í B-deild Alþingistíðinda. (2017)

158. mál, tekjuskattur og eignarskattur

Frsm. meiri hl. fjh.- og viðskn. (Eyjólfur Konráð Jónsson):

Hæstvirtur forseti. Hv. fjh.- og viðskn. hefur skoðað mál þetta. Meiri hl. er samþykkur áliti meiri hl. fjh.- og viðskn. Nd. og vísar til þess. Þar sem málið er margrætt þykir ástæðulaust að leggja fram ítarlegt nál. Meiri hl. leggur því til að málið verði samþykkt eins og það kom frá Nd.

Mál þetta er mjög einfalt í sniðum. Það er verið að lögfesta hvernig haga beri þeim 300 millj. kr. afslætti á skattgreiðslum eða léttingu á hátekjusköttum. Um það geta menn auðvitað deilt hvort það séu nákvæmlega réttu tillögurnar sem fram eru lagðar og meiri hlutinn styður en hins vegar skilst mér að í Nd. hafi umræðurnar allmikið snúist almennt um skattamál. Ég ætla ekki að upphefja neinar slíkar umræður heldur halda mér við efni þessa frv. sem við leggjum til að samþykkt verði.