22.10.1986
Neðri deild: 5. fundur, 109. löggjafarþing.
Sjá dálk 254 í B-deild Alþingistíðinda. (206)

Framlagning stjórnarfrumvarpa

Friðrik Sophusson:

Herra forseti. Ég vil að það komi fram að á þingflokksfundum Sjálfstfl. hefur verið rætt um mörg stjfrv. og er búið að afgreiða nokkur þeirra. Þau eru á leiðinni inn í þingsali. En ég vil nota þetta tækifæri til að þakka hv. 3. þm. Reykv. fyrir þau orð sem hann lét hér falla. Þau skil ég á þann veg að hann bíði með óþreyju eftir því að fá tækifæri til að styðja þau stjfrv. sem á leiðinni eru og þakka ég honum þá hugulsemi.