20.12.1986
Efri deild: 29. fundur, 109. löggjafarþing.
Sjá dálk 2207 í B-deild Alþingistíðinda. (2063)

252. mál, fangelsi og vinnuhæli

Frsm. fjh.- og viðskn. (Jón Kristjánsson):

Virðulegi forseti. Ég mæli fyrir áliti fjh.- og viðskn. um frv. til laga um breytingu á lögum um fangelsi og vinnuhæli. Nefndin ræddi frv. og kallaði til viðræðna Björk Bjarkadóttur, formann fangavarðafélagsins, og Indriða H. Þorláksson frá fjmrn. sem sá um samningagerð við fangaverði.

Nefndin leggur til að frv. verði samþykkt óbreytt en Ragnar Arnalds skrifar undir álit nefndarinnar með fyrirvara.