20.12.1986
Efri deild: 30. fundur, 109. löggjafarþing.
Sjá dálk 2209 í B-deild Alþingistíðinda. (2068)

24. mál, lánsfjárlög 1987

Frsm. fjh.- og viðskn. (Eyjólfur Konráð Jónsson):

Hæstv. forseti. Hv. fjh.- og viðskn. hefur komið saman til fundar og skoðað frv. eins og það kemur breytt frá hv. Nd. Það fór eins og mig grunaði að þessar brtt. væru einfaldar í sniðum.

Í fyrsta lagi er framlag til fatlaðra hækkað úr 100 millj. kr. í 130 eins og okkur var kunnugt um að stóð til og í annan stað er framlag til Atvinnuleysistryggingasjóðs hækkað um 37 millj. kr. sem er verðlagsuppfærsla og sömuleiðis er um verðlagsuppfærslu að ræða þar sem framlag til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga hækkar um 98 millj. kr.

Nefndin í heild mælir með því að þessar tillögur verði samþykktar.