20.12.1986
Sameinað þing: 36. fundur, 109. löggjafarþing.
Sjá dálk 2226 í B-deild Alþingistíðinda. (2109)

1. mál, fjárlög 1987

Guðrún Helgadóttir:

Herra forseti. Ég tel sjálfsagt að leysa húsnæðisvanda Alþingis. Ég tel jafnframt æskilegt að þinghúsið sé hér á þessum stað. Verðlaunahugmyndina líst mér vel á þó að ljóst sé að útlitsbreytinga sé þörf til samræmis við umhverfið. Þingmenn hafa nú það húsnæði sem þyldi nokkurra ára bið eftir nýju húsi svo að önnur þarfari verkefni mættu hafa forgang, en aðstaða starfsfólks Alþingis er óviðunandi og vart samkvæmt skilyrðum Vinnueftirlitsins og háir það vissulega starfsemi Alþingis allri. Það ræður því að ég segi já.