20.12.1986
Sameinað þing: 36. fundur, 109. löggjafarþing.
Sjá dálk 2229 í B-deild Alþingistíðinda. (2119)

1. mál, fjárlög 1987

Eyjólfur Konráð Jónsson:

Herra forseti. Allt til lokaafgreiðslu hv. fjvn. í gærkvöld var reynt á það til hins ýtrasta að fá nefndina til að hækka þá upphæð sem hún hafði lagt til og í frv. var. Það tókst því miður ekki að fá nema 6 millj. kr. hækkun. Ég hefði verið reiðubúinn fyrir mína parta að gera samkomulag um eitthvað lægri upphæð en þá sem hv. þm. Sigríður Dúna Kristmundsdóttir leggur til. Ég er að gera mér vonir um að leiðir finnist til að hækka framlög ríkisins með öðrum leiðum en fjárlögum úr þeim 30 millj. sem nú er lagt til, en ég segi nei við þessari till.