22.10.1986
Neðri deild: 5. fundur, 109. löggjafarþing.
Sjá dálk 260 í B-deild Alþingistíðinda. (214)

52. mál, umferðarlög

Ólafur Þ. Þórðarson:

Herra forseti. Það er kunnara en frá þurfi að segja að Bandaríkjaforseti taldi sér ekki fært að ferðast um Reykjaneskjördæmi á minni ökuhraða en 120 km af öryggisástæðum og það bendir allt til þess að hv. 2. þm. Norðurl. v. telji að heppilegt sé að ferðast ekki um Vesturland eða Reykjaneskjördæmi á jafnháskalega litlum hraða og í gildi er. Ég verð að segja eins og er að mér finnst honum nokkur vorkunn í þeim efnum og er þó ekki með því að drótta því að þegnum þessara kjördæma að þeir vilji hann feigan. Ég vænti þess að það komi á þessu þingi til atkvæða í deildum þingsins hvaða breytingar menn vilja gera á umferðarlögunum sem heild, en hef enga fordóma gagnvart þeim hugmyndum sem hér eru settar fram.

Umræðu (atkvæðagreiðslu) frestað