20.12.1986
Sameinað þing: 36. fundur, 109. löggjafarþing.
Sjá dálk 2235 í B-deild Alþingistíðinda. (2150)

1. mál, fjárlög 1987

Eiður Guðnason:

Herra forseti. Frv. til l. um sölu jarðarinnar Streitis í Breiðdalshreppi var borið upp og flutt á Alþingi í fyrra. Um það varð mikill ágreiningur og málið dagaði uppi. Venjan hefur verið sú þegar seldar hafa verið ríkisjarðir, þó það sé ekki algerlega undantekningarlaust að vísu, að um það hafa verið borin upp sérstök lagafrumvörp sem fengið hafa eðlilega þinglega meðferð. Hér er brugðið út frá þessari reglu. Þessu ákvæði er laumað inn í heimildagrein fjárlaga. Þetta eru fullkomlega óeðlileg vinnubrögð. Ég lýsi andstöðu við þau. Ég tel að þegar jarðir eru seldar úr ríkiseigu eigi að gera það með flutningi sérstakra lagafrv. svo sem þingvenja hefur verið. Ég segi því nei.