20.12.1986
Sameinað þing: 36. fundur, 109. löggjafarþing.
Sjá dálk 2238 í B-deild Alþingistíðinda. (2165)

1. mál, fjárlög 1987

Svavar Gestsson:

Herra forseti. Hér er um að ræða verstu fjárlög sem afgreidd hafa verið með halla upp á 2,8 milljarða í verulegum hagvexti, mesta hagvexti um áratuga skeið. Ég tel að þessi fjárlög og niðurstaða þeirra feli í sér uppgjöf núv. fjmrh. við að hafa stjórn á fjármálum ríkisins, auknar erlendar lántökur og stórfelldur halli. Ég get að sjálfsögðu ekki stutt fjárlög af þessu tagi, herra forseti, og greiði ekki atkvæði.