20.12.1986
Sameinað þing: 36. fundur, 109. löggjafarþing.
Sjá dálk 2240 í B-deild Alþingistíðinda. (2172)

Þingfrestun

Ragnar Arnalds:

Herra forseti. Fyrir hönd okkar alþm. þakka ég hæstv. forseta fyrir hlý orð og góðar óskir okkur til handa. Ég þakka honum líka fyrir sanngjarna fundarstjórn og ágæta forustu um þingstörfin nú sem endranær. Ég óska honum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs og vil leyfa mér að vænta þess að við megum öll hittast heil til starfa á komandi ári að jólaleyfi loknu.

Ég bið hv. alþm. að taka undir óskir mínar með því að rísa úr sætum. - [Þingmenn risu úr sætum.]