13.01.1987
Neðri deild: 34. fundur, 109. löggjafarþing.
Sjá dálk 2262 í B-deild Alþingistíðinda. (2182)

275. mál, stöðvun verkfalls á fiskiskipum og á farskipum

Forseti (Ingvar Gíslason):

Ég vil aftur ítreka þá beiðni mína til hv. pallagesta að láta hrifningu sína í ljós með einhverjum öðrum hætti en klappi vegna þess að það er venja hér að slíkt klapp eigi sér ekki stað, hvorki í þingsalnum né á þingpöllum, og ég vænti þess að hv. pallagestir geymi hrifningu sína í hjarta sínu fremur en að láta hana í ljós með klappi.