13.01.1987
Neðri deild: 34. fundur, 109. löggjafarþing.
Sjá dálk 2300 í B-deild Alþingistíðinda. (2201)

275. mál, stöðvun verkfalls á fiskiskipum og á farskipum

Guðrún Agnarsdóttir:

Herra forseti. Ég kem hér upp til að biðja hv. forseta að taka tillit til þeirra beiðna sem komið hafa fram frá tveimur þingflokkum stjórnarandstöðunnar vegna þess hve öll aðstaða í þessu máli hefur breyst. Ég fer fram á að það verði haldinn fundur með formönnum þingflokka og forsetum þingsins vegna þessarar breyttu aðstöðu og tekin afstaða til framhalds þessa máls. Ég flyt þessa beiðni til hv. forseta og bið að það verði tekið tillit til hennar.