13.01.1987
Neðri deild: 34. fundur, 109. löggjafarþing.
Sjá dálk 2301 í B-deild Alþingistíðinda. (2204)

275. mál, stöðvun verkfalls á fiskiskipum og á farskipum

Forseti (Ingvar Gíslason):

Út af þessum ummælum hv. 3. þm. Reykn. vill forseti endurtaka að hann mun beita sér fyrir því að slíkur fundur verði haldinn sem hér hefur verið gerð uppástunga um, en forseti hefur ekki neina aðstöðu til þess út af fyrir sig eða til að ljúka hér umræðunni. (Forsrh.: Má ég biðja um að fundi verði frestað í korter svo að sá fundur geti orðið?) Hæstv. forsrh. óskar eftir fundarhléi.