13.01.1987
Neðri deild: 34. fundur, 109. löggjafarþing.
Sjá dálk 2304 í B-deild Alþingistíðinda. (2209)

275. mál, stöðvun verkfalls á fiskiskipum og á farskipum

Guðrún Agnarsdóttir:

Herra forseti. Ég flutti beiðni áðan um að haldinn yrði fundur og ég vil fara fram á að þessi fundur verði haldinn nú þegar áður en nokkurt skref verður stigið í þessu máli. Það er rétt sem fram hefur komið hjá þeim sem hafa talað á undan mér. Frv. sem hér er verið að ræða á ekki að fara lengra. Það er rökrétt að það fari ekki lengra í ljósi þeirra aðstæðna sem nú ríkja. Þess vegna er nauðsynlegt að þessi fundur verði haldinn nú þegar áður en nokkur frekari skref verða stigin í málinu eða ákvarðanir teknar. Ég fer fram á að þessi fundur verði haldinn nú þegar og gert verði hlé á þessum þingfundi.